Home » Ritgerð um ríkisvald by John Locke
Ritgerð um ríkisvald John Locke

Ritgerð um ríkisvald

John Locke

Published 1993
ISBN :
Hardcover
277 pages
Enter the sum

 About the Book 

Ritgerð Johns Locke um ríkisvald hefur haft sterkari áhrif á stjórnmálasögu Vesturlanda en flestar bækur aðrar. Hugmyndar hans um náttúrulegt jafnrétti allra manna, siðferðilega réttlætingu ríkisvaldsins og takmarkanir þess mótuðu meðal annars hugmyndafræðina sem lá til grundvallar byltingunni í Frakklandi og stofnun Bandaríkjanna og sótt hefur verið í þær æ síðan. Ritgerðin er sígilt verk í stjórnspeki, skrifað til höfuðs kenningum sem þóttust réttlæta alræði valdhafa og á ekki síður erindi við lesendur nú á dögum en við samtímann sem hún á rætur sínar í.John Locke telst til helstu heimspekinga Breta fyrr og síðar. Auk stjórnspekinnar er hann þekktur fyrir framlag sitt til þekkingarfræði en Ritgerð hans um mannlegan skilning (An Essay Concerning Human Understanding) er grundvallarrit breskrar raunhyggju. Í heimspeki Lockes má víða sjá merki trúarinnar á skynsemi mannsins, framfarir og aðferðir náttúruvísindanna og sver hann sig þar með í ætt upplýsingarmanna.